512 3400
Ómar Guðmundsson
Löggiltur fasteignasali - Viðskiptafræðingur
Ómar er löggiltur fasteignasali og viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ómar hefur langa reynslu af sölu- og markaðsmálum, samningagerð og fyrirtækjarekstri.
 
Ómar býður þrívíddarmyndatöku af fasteignum sem hluta af þjónustu sinni auk þess að gera vandaðar grunnteikningar af hverri eign. 
 
Húsbyggingar og viðhald fasteigna er eitt af áhugamálum Ómars og hann hefur tekið ófáar íbúðirnar og húsin í gegn frá grunni - og sú þekking nýtist viðskiptavinum í fasteignasölu við skoðun og mat eigna.
 
Áhugamálin eru útivist hvers konar: fjallaferðir, skíði, hjólreiðar, hlaup eða að róa á kajakinum frá Laugarnesinu þar sem hann býr.