512 3400
Hrosshagi,806 Selfoss
85.000.000 Kr
Einbýli
5 herb.
694 m2
85.000.000

Tegund: Einbýli

Stærð: 694 fm

Herbergi: 5

Stofur: 1

Svefnherbergi: 4

Baðherbergi:1

Inngangur: Sér

Byggingaár: 1987

Lyfta: Nei

Brunabótamat: 158.160.000

Fasteignamat: 67.260.000

Áhvílandi: 0

Lýsing

Hafsteinn Þorvaldsson fasteignasali ásamt Fasteignasölunni Bæ kynna í sölu:  Snyrtilegt og talsvert endurnýjað 126,7 fm fjögurra herbergja einbýlishús ásamt 81,0 fm bílskúr og 27 fm geymslu, samtals 234,7 fm byggt árið 1987 úr timbri og stendur húsið í Hrosshaga sem er spölkörn frá Reykholti.   Að utan er húsið klætt með timbri og járn er á þaki.  Húsið stendur hátt í landinu og er virkilega fallegt útsýni m.a. til Heklu, yfir Tungufljót og Hrunamannahrepp.  Húsinu fylgir stórt og rúmgott 264,9 fm hesthús ásamt sambyggðri 195 fm reiðskemmu.  Við húsið eru þrjú ný gerði. 

Nánari lýsing íbúðarhús: Þrjú góð svefnherbergi eru í húsinu, öll með góðum fataskápum.  Fjórða svefnherberginu hefur verið bætt við á kostnað stofu.  Forstofa er rúmgóð með fatahengi.  Borðstofa og stofa í opnu og björtu rými þar sem útgengt er út á timburpall sem þarf að endurnýja.   Í eldhúsi er snyrtileg innrétting með góðu skápaplássi, flísalagt milli borðplötu og efri skápa og þar er einnig borðkrókur.  Endurnýjað baðherbergi með sturtu, innréttingu, handklæðaofni og vínilparket á gólfi.  Þvottahús er inn af eldhúsi og úr því er útgengt út á hlað.  Á gólfum er nýlegt harðparket að baðherbergi undanskildu en þar eru parketflísar. 
Stór bílskúr og í honum er 27 fm geymslukjallari.

Hestúsið er 26 hesta hús, skráð stálgrindarhús og í því eru þrjár 2 hesta stíur og 20 eins hesta stíur og af þeim 10 fyrir stóðhesta. Stíur eru steyptar og hlið eru galvanhúðuð og veggir klæddir með timbri.  Stíurnar eru allar safnstíur.  Hiti er í gólfi með rör í rör kerfi.  Fín kaffistofa með gönguhurð og innréttingu. Snyrting og hnakkageymsla. Þrjú ný gerði með drenmöl og sambyggt hesthúsinu er reiðskemma.  Húsið stendur á 2400 fm eignalóð.

Spennandi eign í góðri sveit.  

Nánari upplýsingar veitir Hafsteinn Þorvaldsson  viðskiptafræðingur og löggiltur fasteigna,- og skipasali s. 891-8891 og 512-3400, hafsteinn@fasteignasalan.is  

,,Okkar fagmennska eru þínir hagsmunir"     
               
                                                        
 Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati.   (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, almennt 0.5 - 1.5 % af höfuðstól skuldabréfs, Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. Kauptilboð
 

Viltu vita meira?

Skilaboð hafa verið send.