512 3400
Víðivellir,800 Selfoss
53.900.000 Kr
Einbýli
5 herb.
130 m2
53.900.000

Tegund: Einbýli

Stærð: 130 fm

Herbergi: 5

Stofur: 1

Svefnherbergi: 4

Baðherbergi:2

Inngangur: Sér

Byggingaár: 1964

Lyfta: Nei

Brunabótamat: 41.000.000

Fasteignamat: 35.600.000

Áhvílandi: 0

Lýsing

Hafsteinn Þorvaldsson fasteignasali og Fasteignasalan Bær kynna í einkasölu.  Talsvert endurnýjað 5 herbergja einbýlishús í grónu hverfi, miðsvæðis á Selfossi. Húsið er timburhús byggt 1964, 130,5 fm (allt íbúðarfermetrar) að stærð. Undir húsinu er skriðkjallari.  Byggingarleyfi er fyrir 54,9 fm bílskúr á lóðinni.  Nýlegur sólpallur með skjólgirðingu og heitum potti.
Hönnun hússins og innra skipulag er verulega áhugavert sem gefur því á margan hátt framandi blæ þar sem hvítt og svart eru ríkjandi litir. 

Innra skipulag hússins: Flísalögð forstofa, lítið gestasalerni og forstofuherbergi. Inn af forstofu er hol þar sem útbúið hefur verið lítið fataherbergi.  Út frá holinu eru þrjú herbergi og baðherbergi. Eitt herbergjanna er tvískipt og hjónaherbergið er með tvöfaldri hurð. Stofan er rúmgóð, kamína í stofu. Hurð út í garð á sólpall. Eldhús með fallegri innréttingu og inn af eldhúsi er þvottahús/geymsla.

Stór lóð þar sem allur bakgarður er afgirtur með nýlegri timburgirðingu sem er hundaheld.  Pallur er framan við hús við inngang þar sem þak hússins er tekið fram yfir og gefur gott skjól.  Tröppur að inngangi hússins úr náttúrusteini. Möl í innkeyrslu og í væntanlegu bílskúrsstæði.  Á lóðinni er nýlegur geymsluskúr.   Teikningar liggja fyrir af bílskúr. Skriðkjallarinn undir húsinu er ca 140 sm hár. Steypt plata er í gólfi hans. 

Húsið er mjög vel staðsett í rólegri einstefnugötu miðsvæðis á Selfossi, grunnskóli, leikskóli, sundlaug, íþróttaaðstaða og fjölbreytt verslun og þjónusta í þægilegu göngufæri.

Verulega áhugaverð eign í grónu hverfi. 

Hafsteinn Þorvaldsson löggiltur fasteignasali s. 891-8891 eða hafsteinn@fasteignasalan.is
Hringið og bókið skoðun.


 Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati, fyrstu kaupendur 0,4%, lögaðilar 1,6%
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð

Skoðunarskylda:  Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignasalan Bær því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
 

Viltu vita meira?

Skilaboð hafa verið send.