Fasteignasalan Bær kynnir kósý 3ja herbergja 35 fm. sumarhús umvafið gróðri, í Bláskógabyggð. Staðsetning er góð, stutt frá Laugarvatni. Lóðin er skv. Fasteignaskrá Íslands 1.050 fm. leigulóð. Bústaðurinn er með rafmagni og vatni, staðsettur í fallegu og hlýlegu umhverfi með trjágróðri. Innbú getur fylgt eftir nánara samkomulagi, utan persónulegra muna. Geymsluskúr er á lóðinni. Staðsetning er á grónu svæði sem er lokað með rafmagnshliði. Þjónustumiðstöð er á svæðinu, með sturtu, tjaldstæði o.fl. Golfvöllur Dalbúa er í nágrenninu. Stutt í verslun, þjónustu, sundlaug o.fl. á Laugarvatni.
ATH ! Kvöð er á lóðinni um að leigjandi hennar eigi aðild að Grafía-stéttarfélagi og framsal lóðarleiguréttinda er háð samþykki þess félags. Veðsetning er óheimil.
Nánari upplýsingar um leiðarlýsingu o.fl. veitir:
Eggert Ólafsson, löggiltur fasteignasali, í síma 893 1819, eggert@fasteignasalan.is
Nánari lýsing: Komið er inn í
gang með fatahengi. Stofa er með útgengt á verönd. Í
eldhúsi er innrétting og opið inn í stofu.
Snyrting er inn af gangi.
Tvö svefnherbergi og annað með kojum.
Annað: Að sögn seljenda hefur heitt vatn, frá Bláskógaveitu verið lagt að lóðarmörkum og Þakið málað fyrir u.þ.b. tveimur árum. Einnig segja seljendur lóðargjald vera ca. kr. 90.000 á ári. Ekki er heitt vatn eða sturta í bústaðnum.
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignasalan Bær því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4 til 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. kauptilboð.