512 3400
Ljósheimar,104 Reykjavík (Vogar)
43.700.000 Kr
Fjölbýli
4 herb.
99 m2
43.700.000

Tegund: Fjölbýli

Stærð: 99 fm

Herbergi: 4

Stofur: 2

Svefnherbergi: 2

Baðherbergi:1

Inngangur: Sér

Byggingaár: 1960

Lyfta:

Brunabótamat: 30.300.000

Fasteignamat: 43.650.000

Áhvílandi: 0

Lýsing

ÍRIS HALL LÖGG.FASTEIGNASALI S. 695-4500 IRISHALL@FASTEIGNASALAN.IS OG FASTEIGNASALAN BÆR KYNNA NÝTT Á SÖLU EIGN Á FIMMTU HÆÐ MEÐ MIKLU ÚTSÝNI VIÐ LJÓSHEIMA 8A REYKJAVÍK.

*** Eignin getur verið laus við undirritun kaupsamnings *** 

Eignin er skráð 99,9 fm að stærð þar af sérgeymsla í kjallara skráð 4,7 fm. sem skiptist í stofu, eldhús, 2 svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús er innan eignar.


Nánari lýsing:
Gengið er inn í íbúðina af sameiginlegum svalagangi. 
Forstofa með fatahengi og flísum á gólfi. Innaf forstofu er þvottahús með hillum og glugga. Sjónvarpsdyrasími.
Eldhúsið er með flísum á gólfi. Hvít viðarinnrétting með flísum á milli skápa.  
Stofa og borðstofa er parketlögð, útgengt á  svalir með lokun. Hægt er að opna á milli eldhús og borðstofu. 
Hjónaherbergi er með parketi á gólfi, bjart og rúmgott með fataskáp.  
Herbergi 2. Svefnherbergið er með parket á gólfi. Vinnuborð og hillur geta fylgt með.   
Baðherbergi með flísalögðu gólfi, baðkar með sturtu ásamt vaskaskáp.
Sérgeymsla í kjallara ásamt þvottahúsi, geymsluherbergi húsvarðar og fundaaðstaða hússtjórnar.
Tvær lyftur eru í húsinu. 

Engar yfirstandandi framkvæmdir eru í gangi en fyrirhugðaðar framkvæmdir eru með rafhleðslustöðvar fyrir rafbíla og að fara í skolpið líklega árið 2022. Þessi eign greiðir kr. 15.000.- á mánuði í sérstakan framkvæmdarsjóð vegna þess og er búið að vera að safna og því til góður sjóður uppí framkvæmdina.
 
Allar upplýsingar veitir Íris Hall lögg.fasteignasali í síma 695-4500 og eða á netfangi irishall@fasteignasalan.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,4-0,8% af heildarfasteignamati.  
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali. 
3. Lántökugjald lánastofnunar - Sjá nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. kauptilboð. 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Vill Fasteignasalan Bær því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þörf er á. 
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 
 

Viltu vita meira?

Skilaboð hafa verið send.