512 3400
Þórisstaðir,301 Akranes
150.000.000 Kr
Lóð
0 herb.
65535 m2
150.000.000

Tegund: Lóð

Stærð: 65535 fm

Herbergi: 0

Stofur: 0

Svefnherbergi: 0

Baðherbergi:0

Inngangur: Sér

Byggingaár: 0

Lyfta: Nei

Brunabótamat: 146.760.000

Fasteignamat: 88.443.000

Áhvílandi: 0

Lýsing

Fasteignsalan Bær kynnir í einkasölu: Frístundajörðin Þórisstaðir, Hvalfjarðarsveit við Glammastaðavatn.
Jörðin er skráð lögbýli, 504,4 hektarar og af því eru 38,6 hektarar ræktað land og fjöldi sumarhúsalóða í leigu og lausra lóða til sölu/leigu
GÓÐAR LEIGUTEKJUR

***FRÁBÆRT TÆKIFÆRI FYRIR FERÐAÞJÓNUSTU SEM OG FLEIRI AÐILA***


Smelltu hér til að fá myndband af svæðinu

Heildarfermetrafjöldi fasteigna á svæðinu er 1.519 fm
Undanfarin ár hefur verið rekin ferðaþjónusta á jörðinni.
Á jörðinni er m.a. gott íbúðarhús, golfskáli/félagsheimili með eldhúsi og sæti fyrir 60 manns.
Einnig salur sem tekur 200 manns í sæti.

Fasteignir:
Íbúðarhús 174,8 fm - nýstandsett, 5 svefnherbergi, parket á gólfum , þvottahús, verönd með heitum potti. Bárujárnsklætt að
utan.


Jörð sem gefur ýmsa möguleika í ferðaþjónustu og/eða fyrir sumarhúsabyggð.

Góða fastar leigutekjur og mögleiki á auknum leigutekjum.
53 langtímaleigusamningar í sumarhúsabyggð þegar gerðir.  22 sumarhúsalóðum óráðstafað.

Þórisstaðir standa við Þórisstaðavatn í Svínadal, stundum einnig nefnt Glammastaðavatn. Þangað er um 4 km. akstur frá Ferstiklu
og um 70 km. frá Reykjavík.

Þar er meðal annars boðið uppá 9 holu golfvöll sem var tekinn í notkun árið 1992 auk 9 holu púttvallar. Í dag er þessi völlur nýttur
sem fótbolta golfvöllur
. Hægt er að standsetja hann sem alvöru golfvöll. Við golfvöllinn hefur fyrrum vélageymslu verið breytt í
golfskála eða félagsheimili með sæti fyrir 60 manns, eldhúsi og salernisaðstöðu.
Á jörðinni er stórt og gott tjaldstæði nærri vatninu. Þar er meðal annars boðið uppá fullkomna hreinlætisaðstöðu og rafmagn. Þar
hefur einnig verið komið upp barnaleiktækjum sem ætlunin er að auka við á næstu árum. Á tjaldstæðinu er einnig gott svæði til
ýmissa útileikja svo sem knattspyrnu og fleira.
Í Þórisstaðavatni hefur verið stunduð veiði til fjölda ára, boðið er upp á veiði í þremur vötnum.
Mjög stutt er í alla þjónustu frá jörðinni. Verslun er að Ferstiklu og sundlaug að Hlöðum, Hvalfjarðarströnd ( 4km )
Föst búseta er á Þórisstöðum allt árið, þar sem umsjónamaður jarðarinnar býr ásamt fjölskyldu sinni.
Möguleiki er að geta boðið upp á allskonar afþreyingu, t.d. fjórhjólaferðir, fótboltagolf, veiði o.fl.
Jörðin er mjög vel sett með byggingar og á veturna eru útihús leigð undir ýmis tæki, svo sem tjaldvagna, hjólhýsi, fellihýsi, bíla,
vinnuvélar og fleira.

Þá er hún afgirt á alla vegu og hafist hefur verið handa um markvissa gróðurrækt bæði á þjónustusvæðinu sem og á einkalóðum
starfsmanna í fjallshlíðinni, sem hugsaðar eru undir sumarbústaði og gróðurrækt.
Jörðin er tilvalinn staður fyrir smærri og stærri hópa að hittast og njóta góðra stunda í fallegu umhverfi lítið eitt út úr skarkala
umferðarinnar. Til að mynda er staðurinn kjörinn fyrir alls kyns vinnustaðaútilegur og ættarmót, auk þess sem íþróttahópar hafa
þegar á undanförnum 2 árum notfært sér staðinn til samveru og upplyftingar. Þetta gildir auðvitað einnig um einstaklinga og
fjölskyldur því allir ættu að geta fundið eitthvað sér til hæfis. Félagsheimilið gefur einnig möguleika á minni háttar ráðstefnum og
veislum.
Á jörðinni eru 75 sumarhúsaleigulóðir og er þegar búið að gera 53 leigusamninga til 50 ára. Þar er rafmagn og kalt vatn komið að
lóðarmörkum. Þegar er búið að byggja um 15 bústaði. Jarðirnar eru frá 0,6 - 1,6 hektarar
10.000 lítra vatnsforðatankur er fyrir sumarbústaðabyggðina og bæinn og liggur 1.3 km sver vatnslögn frá honum.
Ljósleiðari
kominn á svæðið
Jörðin er veðbandalaus.

Geymsla 175,5 fm
Geymsla 58,8 fm
Geymsla 58,8 fm
Geymsla 91,5 fm
Geymsla 83,6 fm
Geymsla 140 fm
Haughús 72 fm
Votheysturn 12,7 fm
Geymsla 41,2 fm
Golfskáli 104 fm
Geymsla 248,3 fm
Véla/verkfærageymsla 155 fm
Snyrting 22 fm
Hjallur 9,9 fm
Geymsla 44,1 fm
Tengibygging 4 fm
Gott leiksvæði leiktæki og sparkvöllur er til staðar.
Auk þess er stórt tjaldstæði á jörðinni með góðri hreinlætisaðstöðu.
Níu holu völlur fyrir fótboltagólf og níu holu púttvöllur.
Silungsveiði möguleg.
Stutt í sundlaug og verslun.

Nánari upplýsingar veitir Haraldur Guðjónsson löggiltur fasteignasali í s. 783 1494 eða á halli@fasteignsalan.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt (en þó breytilegt) 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.

Viltu vita meira?

Skilaboð hafa verið send.